

UM
Mig
Hola, ég heiti Laura A. Salinas Moreno og er 26 ára útskriftarnemi í grafískri miðlun. Ég fæddist í Kólumbíu en ólst upp í Kosta Ríka. Ég flutti hingað þegar ég var 11 ára og er búin að búa á Íslandi í 15 ár. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2015.
Ég er einstæð móðir þriggja ára drengs. Það hefur gengið mjög vel að vera móðir, vera í fullu námi og vinna með skóla.
Ég hef alla tíð haft áhuga á listum, hönnun og skrautskrift. Á þessum fjórum önnum hef ég lært mjög margt; að vinna sjálfstætt og geta unnið með öðrum nemendum svo nokkur dæmi séu nefnd. Uppáhaldsforritið mitt er Adobe Illustrator og mér finnst gaman að hanna lógó eða grafík og gera “collage pieces”.
Oft þegar ég sé lógó eða auglýsingar þá fæ ég margar hugmyndir hvað sé hægt að breyta og gera betur.
Á næstunni stefni ég á að sækja um áframhaldandi nám í Listaháskóla Íslands og einnig taka sveinspróf eftir háskóla.
